From 1 - 10 / 10
  • Categories  

    Vegagerðin annast rekstur landsvitakerfisins og hefur umsjón og eftirlit með uppbyggingu hafnarvita og innsiglingarmerkja. Landsvitar eru til leiðbeiningar á almennum siglingaleiðum og eru í eigu og umsjá ríkisins en hafnarvitar, sem vísa leið inn til hafnar eða eru innan hafnsögu hafnar, eru í eigu og umsjá sveitarfélaga. Landsvitakerfið samanstendur af 104 ljósvitum, 11 siglingaduflum og 16 radarsvörum sem er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá skipa. Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsiglingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósalínum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum. Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í stórum dráttum í eftirlit með ljósabúnaði og viðhald á vitabyggingum.

  • Categories  

    Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglur.

  • Categories  

    Samgöngur í Reykjavík, gögnum safnað í þeim tilgangi að hafa sem heildstæðasta mynd af samgöngum í Reykjavík. Kantlínur gatna og göngu- og hjólaleiða. Flákar sem sýna götur og göngu- og hjólaleiðir. Götuheiti. Miðlínur gatna göngu- og hjólaleiða og reiðleiða. Punktar sem sýna gatnamót. Flákar og línur sem sýna yfirborðsmerkingar gatna. Flákar sem sýna upphitun gatna og göngu- og hjólaleiða,tröppur í stígum. Línur og punktar sem sýna umferðarstýringalagnir og búnað s.s. umferðarljós.Punktar sem sýna hæðarhindranir á götum. Flákar sem sýna 30km hverfi,og gjaldsvæði bílastæðasjóðs. Punktar sem sýna rútubílastæði í miðborg og flákar sem sýna aksturstakmarkanir hópbíla

  • Categories  

    Ýmiskonar þjónusta við almenning í Reykjavík. Punktar sem sýna Áramótabrennur, Bekki, Endurvinnslugáma og Ruslastampa, Drykkjarfonta. Flákar sem sýna Grasslátt, Gróðurbeð, Hundasvæði, Matjurtagarða, Íþróttamannvirki, Stofnanir Reykjavíkurborgar og Opin leiksvæði.

  • Categories  

    Hús í Reykjavík, gögnum safnað til þessa sjá hvar hús eru í Reykjavík. Flákar sem sýna skurðlínur húsa við yfirboð og línur sem sýna útlínur húsa. Húsnúmer, húsanöfn. Punktar sem sýna stofnanir Reykjavíkurborgar.Íþróttamannvirki og stofnanir Reykjavíkurborgar

  • Categories  

    Flákar sem sýna ýmis umsýslu og hverfamörk í Reykajvík. Flákar sem sýna Hverfaskipting Árbókar Reykjavíkur, Grunnskólahverfi, Mörk Faxaflóahafna, Heilsugæsluhverfi, Hverfaheiti, Íbúðahverfi hverfaskipulags, Kirkjusóknir, Kjörsvæði, Miðborg, Miðborgarsvæði, Sorphirðuhverfi, Stjórnsýsluhverfi, og Landbókhald.

  • Categories  

    Fastmerki og hæðarmerki Reykjavíkurborgar.

  • Categories  

    Útreiknuð þungamiðja búsetu í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu reiknað einu sinni á ári. Flatarmál, fjöldi íbúða, aldursdreifing og verðmæti fasteigna eftir umferðarreitum á höfuðborgarsvæðinu.

  • Categories  

    Línur sem sýna strandlínu og útlínur áa og vatna. Flákar sem sýna land, sjó, ár og vötn. Hæðarlínur og hæðarpunktar. Örnefni. Grunnkortalínur sem sýna ýmis fyrirbæri á landi s.s. girðingar, gróðurskil, skurði ofl. sem ekki hefur verið talin ástæða til að setja í sérsataka gagnagrunna.

  • Categories  

    Lóðir og lönd í Reykjavík. Flákar sem sýna lóðir og lönd og línur sem sýna lóðamörk og landamerki.